150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[01:32]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vildi að það væru einhver orð sem ég gæti sagt í þessari pontu til að hafa áhrif á niðurstöðuna í þessu máli. Ég veit ekki hvort það muni gagnast á neinn hátt en ég vona svo innilega að þingmenn geti greitt atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Ég vona líka að heilbrigðisráðherra sé að vinna í þessu og einhvers konar frumvarp muni koma fram frá heilbrigðisráðherra. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá að taka þátt í því og fá að leggja fram þingsályktunartillögu sem fæli heilbrigðisráðherra að koma með frumvarp en ekki virtist vera áhugi á því. Staðan er því þannig að við erum nú að greiða atkvæði um frumvarp Pírata sem snýr að því að hætta að refsa veiku fólki. Það ætti ekki að vera neitt til fyrirstöðu fyrir okkur að stíga þetta skref. Þessi umræða er búin að vera til staðar í mjög langan tíma. Hún er búin að þroskast mikið á nokkrum árum. Frumvarpið tel ég vera vel unnið. (Forseti hringir.) Ég veit ekki hvað ég get sagt meira. Ég vona að þetta mál endi í góðum farvegi.