150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[01:35]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mér sýnist þessi tillaga blessunarlega fallin. Ég verð að koma hingað upp og nefna að öll efnisatriði þessarar tillögu, frá a- til e-liðar, eru byggð á einhvers konar misskilningi. Það er ákveðin flóra af misskilningi þarna, en allt er þetta misskilningur. Það hefur víst verið haft samráð við lögreglu og heilbrigðisyfirvöld við gerð skýrslu, sem leiddi m.a. af sér þetta mál. Málið fékk nægilega vinnslu í nefndinni. Það er skilgreint með breytingartillögu sem kemur hér til atkvæðagreiðslu, skilgreining á neysluskömmtum með reglugerðarheimild til ráðherra. Hvað d-lið varðar þá tengist reynslan á úrræði eins og neyslurými ekki því hvort við viljum refsa fólki fyrir að vera veikt. Í fimmta lagi er með e-liðnum lögð til skýrsla og frumvarp. Skýrslan hefur verið gerð, ég tók sjálfur þátt í að búa hana til, og hér er frumvarpið.