150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[01:40]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég greiði atkvæði með 1. gr. og restinni af frumvarpinu þrátt fyrir að breytingartillagan við 1. gr. hafi verið felld, af óskiljanlegum ástæðum. Ef fólk vill skoða málið betur þá var breytingartillagan afleiðing af því að skoða málið betur. Ef fólk vill að til sé leið til að afmarka neysluskammta þá var breytingartillagan um það. Hún var til þess að koma til móts við þær áhyggjur. Ef óskað er eftir samtali í samfélaginu um þetta mál þá finnst mér þetta opinbera vel að fólk þorir þetta bara ekki. Á sama tíma kemur enginn í pontu og segir: Ég vil refsa vímuefnaneytendum, vegna þess að það er svo brjáluð hugmynd. Það er enginn til í að segja það upphátt. Það vill enginn refsa vímuefnaneytendum. Hættum því þá. En það felur það í sér að ýta á græna takkann og samþykkja þetta mál. Það er ekki flóknara en það.