150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[01:43]
Horfa

Páll Magnússon (S):

Virðulegur forseti. Markmiðið er göfugt og tilgangurinn er góður en frumvarpið er vont. (HHG: Að hvaða leyti?) Viltu ekki bara að leyfa mér að gera grein fyrir mínu atkvæði og þú fyrir þínu, virðulegi þingmaður?

Það er illskiljanlegt að Píratar skuli vilja knýja fram atkvæðagreiðslu um þetta gallaða frumvarp um þetta mikilsverða mál. Því miður sýnir það bara eitt: Þeim er meira í mun og meira umhugað um að vinna áróðursstríðið í málinu, hugsanlega í tveimur eða þremur fréttatímum, heldur en að leiða málið farsællega til lykta í samræmi við eigin markmið. (JÞÓ: Hvar er ykkar frumvarp?)

Ég segi nei.