150. löggjafarþing — 132. fundur,  27. ág. 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:36]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör: Frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn á þskj. 1164, um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál, frá Birni Leví Gunnarssyni; á þskj. 1418, um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum, frá Brynjari Níelssyni; á þskj. 124, um athugasemdir ráðuneytisins við lögfræðilegar álitsgerðir; og á þskj. 113, um skuldbindingu íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, báðar frá Ólafi Ísleifssyni; frá heilbrigðisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1805, um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu, frá Oddnýju G. Harðardóttur; og á þskj. 702, um bætur vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu, frá Jóni Þór Ólafssyni. Loks er það frá félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn á þskj. 1327, um NPA-samninga, frá Halldóru Mogensen; á þskj. 1515, um fjölda umsókna um starfsleyfi, frá Jóni Gunnarssyni; og á þskj. 1506, um lögbundin verkefni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, frá Birni Leví Gunnarssyni.