150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

varúðarreglur vegna Covid.

[14:06]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Jú, það er eitt af því sem taka þarf til skoðunar. Margir rekstraraðilar bjóða upp á ókeypis grímur, en ekki allir. Þetta er eitt af því sem við þurfum að taka til skoðunar. Sömuleiðis er ekki sama gríma og gríma. Hv. þingmaður er hér með þriggja laga, fjölnota grímu, eins og ég skil hann, ekki satt? Það er hins vegar fjöldinn allur af fjölnota grímum í umferð sem ekki eru þriggja laga þannig að þarna erum við sömuleiðis að læra aðeins af reynslunni á þessum fyrstu dögum. Mér finnst líka umhugsunarefni, bara svo ég segi það hér, að oft bregst fólk undarlega við þegar einhverjir kjósa að nota grímu. Ég vil nota tækifærið og hvetja okkur öll til að virða það ef fólk kýs að nota grímu í störfum sínum, að sýna því virðingu og bregðast ekki við með einhverjum spurningum. Þetta er bara hluti af því að verja sig í því ástandi sem nú er uppi og við eigum að sýna því skilning og virða val fólks í því þó að ekki sé grímuskylda. Ég vil ítreka það hér.