150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[14:55]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fjalla um lánalínur til Icelandair. Icelandair hefur lent í ákveðnum hremmingum með Max-vélarnar en virðist ætla að ná sér ágætlega út úr þeim. En varðandi klaufagang Icelandair gagnvart flugfreyjunum: Hefur hæstv. ráðherra ekki áhyggjur af því að sá klaufagangur muni spilla fyrir þeim í útboðinu, t.d. í sambandi við að fá lífeyrissjóðina inn? Ekki sér fyrir endann á deilu þeirra við verkalýðsfélögin út af því máli.

Það er annað sem mig langar að velta upp og það eru þessar upphæðir hérna. Jú, ríkið er með 15 milljarða en mér sýnast 10 milljarðar eiga að vera hjá bönkunum og að bankarnir séu báðir í eigu ríkisins. Síðan sýnist mér að þá vanti 45 milljarða í viðbót, þannig að heildarpakkinn er í kringum 60 milljarðar. Hefur þetta verður tekið út? Er þetta rétt tala, 60 milljarðar í heildina, sem þeir eru að reyna að ná í?