150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[14:57]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra svörin. Þetta er gífurlegar upphæðir, en það sem ég hef líka áhyggjur af er fordæmið. Hvaða fordæmi erum við að gefa út í þjóðfélagið? Erum við að segja hverjum eigi að bjarga og hverjum ekki? Þetta eru alveg gífurlegir fjármunir og ég tel að það eigi að taka inn í dæmi ríkisins það fé sem báðir ríkisbankarnir setja út vegna þess að það segir sig sjálft að ef ríkisbankarnir tapa þessu fé þá tapar ríkissjóður líka, af því að hann fær ekki arð frá viðkomandi bönkum. Það sem bankarnir eru með hlýtur því að vera hluti af ríkisframlaginu.