150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:03]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem við getum sagt um þetta er að sum þessara veða er í raun og veru ómögulegt að slá einhverju virði á. Ef menn ætluðu að endurreisa félag með nafninu Icelandair í framtíðinni er hægt að segja að vefslóðin og allt sem því öllu tengist hljóti að vera þó nokkuð mikils virði. Um önnur veð er hægt að horfa til fordæma. Það eru dæmi um að lendingarleyfi, t.d. á New York flugvelli, hafi gengið kaupum og sölum fyrir mjög háar fjárhæðir, milljarða jafnvel, og á þessum helstu flugvöllum annars staðar. En ég held líka að kannski akkúrat í augnablikinu sé lendingarleyfi í Bandaríkjunum minna virði en það kann að hafa verið fyrir tveimur árum þannig að það er eflaust háð markaðsaðstæðum líka. Það er hægt að fara nánar ofan í saumana á þessu og fá frekari upplýsingar frá þeim sem hafa verið okkur til ráðgjafar um þessa þætti málsins í starfi nefndarinnar.