150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[19:49]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Frumvarp um lokunarstyrki er á forræði hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssonar og umrædd stofnun, Skatturinn, sem hefur það til meðferðar, er einnig á hans forræði. Ég get því eiginlega ekki svarað spurningum sem lúta að þeirri stofnun eða hvernig vinnsla mála gengur þar inni. En almennt vil ég segja að ríkisstjórnin hefur lagt sig fram við að úrræði séu sveigjanleg og við teygjum okkur, þegar á þarf að halda, til bæði atvinnulífs og heimila. En ég verð að hvetja hv. þingmann til að beina þessari fyrirspurn og vangaveltum til þess ráðherra sem heldur á málaflokkinum.