150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

tilkynning.

[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill geta þess að gera má ráð fyrir atkvæðagreiðslum síðar í dag sem boðað verður sérstaklega til og reynir þá í fyrsta sinn á nýtt atkvæðagreiðslukerfi á stækkuðu þingfundasvæði. Í framhaldi af því verði settur nýr þingfundur þannig að ljóst má vera að þingfundir geti staðið fram á kvöldið í dag til að ljúka megi umræðum um öll dagskrármál beggja funda.