150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:04]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við ræðum hér hlutdeildarlán. Mig langar að spyrja hv. framsögumann hvernig hún sjái fyrir sér t.d. öryrkja sem er með 220.000 kr. útborgaðar á mánuði ganga inn í það, vegna þess í frumvarpinu er tekið dæmi um 35 millj. kr. íbúð og að greiðslubyrði megi ekki vera meira en 40%. En miðað við það dæmi er hún komin upp í 60%. Þá á eftir að taka inn fasteignagjöld, tryggingar, rafmagn og ýmsa aðra kostnaðarliði, þannig að þarna sýnist mér stefna í 70–80% og að verið sé að útiloka þann hóp. Var það skoðað eitthvað sérstaklega?