150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:05]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Fram kemur í frumvarpinu og greinargerð að horft sé á ákveðinn tekjuramma, og eins og hv. þingmaður bendir á er vissulega erfitt fyrir lágtekjufólk að kaupa sér fasteign, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem verðlag er mjög hátt. En við erum að tala um hagkvæmar íbúðir og líka að það sé möguleiki að undir ákveðnu tekjumarki sé hægt að veita 30% hlutdeildarlán. Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli þegar verið er að kaupa eign, og það eru engir vextir, við féllum frá vöxtum. Ég held að það skipti allt máli. Ég held að það muni alltaf hjálpa til miðað við hvernig það er í núverandi ástandi. Þetta verður möguleiki fyrir öryrkja og aðra lágtekjuhópa.