150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:06]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Höllu Signýju Kristjánsdóttur fyrir svarið. Því miður sé ég ekki að þetta dugi fyrir þá sem eru á lægstu laununum. Mér sýnist að þarna muni ákveðinn hópur detta út fyrir.

Verkalýðshreyfingin gerir þá einföldu kröfu, og nefndi Bretland í því sambandi, að hafa þetta eins einfalt og hægt væri. Því einfaldara, því betra. Ég spyr því: Hvernig gátuð þið þá fengið það út að það væri einfalt þegar upphaflega var talað um 25 ár, en nú eru þau orðin 10? Síðan gætu það verið 15 ár, svo 20 ár og loks gætu þetta verið 25 ár. Verið er að flækja málin rosalega mikið með tilheyrandi kostnaði sem ég skil bara ekki, vegna þess að ég held, og það hefur sýnt sig, bæði í Bretlandi og annars staðar og kom skýrt fram, að því einfaldara sem það er, því betra. Þá greiðir fólk hraðar upp. Það hefði verið miklu einfaldara að hafa það bara 25 ár og leyfa fólki síðan að borga þetta upp hratt og fara (Forseti hringir.) út úr kerfinu eins hratt og það vildi.