150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:07]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil meina að við í meiri hlutanum höfum einmitt haft það að leiðarljósi að einfalda málin, einfalda frumvarpið, við tókum t.d. út vexti. Um leið og ég sá þetta fannst mér verulegt flækjustig í því. Við erum ekki að stytta tímann niður í tíu ár heldur þarf viðkomandi að sækja um þetta aftur eftir tíu ár og að undangenginni ráðgjöf fær hann það áfram. En með úrræðinu er verið er að styðja þá sem það nýta til þess annaðhvort að halda áfram eða taka á því með einhverjum öðrum hætti eða fara út úr því. Ég held að það sé alltaf til bóta, bæði að fólk geti leitað til þeirra og að fylgst sé með því að þetta gangi sem best fyrir sig. Ég held að það skipti miklu máli.