150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Fyrst að þessum 25 árum. Það er alltaf þannig að lán skal endurgreitt við sölu íbúðarhúsnæðis, hvort sem húsnæðið er selt eftir fimm eða 17 ár. Það á að endurgreiða lánið að tíu árum liðnum en heimilt er að framlengja lánstímann um fimm ár í senn, allt að 25 ár, að undangenginni ráðgjöf. Og það á alltaf að horfa til þess hvað lánþeginn vill, en að undangenginni ráðgjöf og samtali á milli lánþegans og HMS um hvort lánþeginn sé á leið út og hvaða möguleika hann hafi. Þannig að það er staðfest að þetta eru 25 ár þótt lánþeginn þurfi ganga í gegnum þessa ráðgjöf.

Hvernig ætlum við að ávaxta varasjóðinn? Það hlýtur að fara með hann eins og aðrar eigur ríkisins, að Seðlabankinn sjái um það. Það er ekki sérstaklega fjallað um það í nefndarálitinu. Það er rétt. En ég geri ráð fyrir því (Forseti hringir.) að það sé gert á svipaðan hátt og með annað fé.