150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:12]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér stendur, og ég ætla bara að lesa það aftur, að það skuli endurgreiðast að tíu árum liðnum frá lánveitingu eða við sölu íbúðar. Heimilt er að framlengja lánstímann þrívegis í fimm ár í senn þannig að greiða ber upp lánið í síðasta lagi 25 árum frá lánveitingu. Ekki er gert ráð fyrir að greiðslugeta lántaka komi í veg fyrir að hann hljóti framlengingu en markmið breytingartillögunnar er að lántaki hljóti virka ráðgjöf og sé upplýstur um fjármögnunarmöguleika sína. Þetta þarf ekkert að misskilja.

Ég ætla ekki að ávaxta þetta fé, þennan milljarð, einhvern veginn. Þó að það hafi ekki verið tekið fram hér þá held ég að ríkisvaldið og Seðlabankinn sé örugglega viss um það hvernig það verður gert.