150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Þegar þetta úrræði var smíðað og farið í könnun á því hvort þörf væri á þessu kemur í ljós að það er virkilega þörf fyrir hagkvæmt húsnæði, nýbyggingu hagkvæmara íbúðarhúsnæðis. Hvort það hefur mikið breyst þó að íbúðum á markaði hafi fjölgað — það er kannski ekki til nein sérstök greining á því. Og við fórum ekki fram á greiningu á því, það er alveg rétt. En það er náttúrlega enn þörf á nýju og hagkvæmu íbúðarhúsnæði um allt land. Það hefur sýnt sig. Auðvitað verður það framboðið sem mun stýra eftirspurninni og þessari úthlutun þannig að þetta ætti ekki að skekkja markaðinn að neinu marki hvað það varðar. Ég held að svarið sé það að (Forseti hringir.) þó að það hafi ekki verið kannað sérstaklega þá skortir enn hagkvæmt húsnæði.