150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stutta svarið er: Nei, við könnuðum það ekki sérstaklega. En við töldum það vera áhættunnar virði að ríkið tæki á sig — ef húsnæðisverð lækkaði, sem getur mögulega gerst og gerist alltaf reglulega úti á landi, eða þá að það hækkaði mögulega, það getur alltaf gerst. (Gripið fram í.) Þakið var ekki skoðað sérstaklega út frá því. En það er alveg rétt sem hv. þingmaður bendir á, þetta er náttúrlega ákveðin áhætta. En okkur fannst flækjustigið hvað varðar vextina vera svo óljóst og of mikið, að við færum að leggja á vexti eftir þrjú ár þegar tekjurnar hækkuðu. Það myndi bara kalla á að það að fólk færi að fela tekjur eða eitthvað slíkt eða gæfi þær ekki upp að einhverju leyti, þannig að það væri komið yfir axlirnar á fólki eftir þrjú ár að kanna hvaða möguleika það hefði, það væri bara ekki áhættunnar virði.