150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:22]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi lagastoð fyrir varasjóðinn sem meiri hlutinn leggur til að setja á laggirnar er spurning, fyrst hv. þingmaður er búinn að boða breytingartillögur milli 2. og 3. umr., hvort hægt væri að taka þetta fastari tökum þar. Þá mætti líka að leggjast yfir hvort það sé alveg skýrt varðandi 20%, hvort átt sé við 20% af fjárheimildinni eða 20% af fjölda umsókna. Þetta geta verið tvær gjörólíkar stærðir.

Mig langar að spyrja út í breytingu á endurskoðun á úrræðinu, sem ég sé ekki að kallað sé eftir frá neinum umsagnaraðilum. Mig langar að átta mig aðeins betur á forsendunum fyrir því vegna þess að endurskoðun á úrræðinu fyrir júlí 2023 gefur því tvö og hálft ár til að þroskast. Það er alveg ofboðslega stuttur tími þegar maður skoðar skipulagsferli og húsbyggingarferli. Meikar þetta einhvern sens eða er þetta einhver málamiðlun á milli stjórnarflokkanna til að geta rétt náð fram yfir gildistíma lífskjarasamninganna þannig að ekki þurfi að binda þetta allt of föstum böndum?