150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:23]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað varðar varasjóðinn er rétt að ekki var fjallað sérstaklega um lagaumgjörðina í kringum hann. Það var svo sem ekki komið mikið inn á hana í umfjöllun nefndarinnar og hún rataði ekki inn í nefndarálit. En við teljum að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir ákveðnum ramma sem við sáum ekki ástæðu til að fjalla sérstaklega um.

Hvað varðar 20 prósentin er átt við 20% af fjárheimildunum. Við gerum ráð fyrir ákveðnum milljörðum á ári og að þar af gangi 20% til baka og renni út eftir umsóknum.

Varðandi endurskoðunarákvæðið þá er þetta nýtt úrræði og við teljum eðlilegt að það hljóti einhverja endurskoðun. Okkur fannst þessi tími henta ágætlega. (Forseti hringir.) Við vorum svo sem ekki að horfa til lífskjarasamninga heldur að nauðsynlegt væri að fara yfir þetta að ákveðnum tíma liðnum.