150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég held að framboðið stýri alltaf eftirspurn og öfugt, að eftirspurnin stýri því að byggt verði hagkvæmt húsnæði um allt land. Hv. þingmaður nefndi líka að færi lánþegi í þrot þyrfti hann að fara úr úrræðinu og fjölskyldan yrði fara úr íbúðinni. Telur hv. þingmaður það þá ekki almennt gilda um önnur fasteignalán á íbúðinni? Og telur hv. þingmaður að sú ráðgjöf, sem er sett þarna inn í og við leggjum svo mikla áherslu á, sé ekki alltaf til bóta? Enda er það undirstrikað í nefndaráliti meiri hlutans að lánið sé veitt áfram að undangenginni ráðgjöf.