150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[16:58]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Miðað við þær tölur sem fram koma í nefndaráliti 1. minni hluta var árið 2019 metið að árleg þörf fyrir nýjar íbúðir væri ríflega 3.000 íbúðir, eitthvað slíkt, og raunar er það tala sem hefur verið þekkt um alllangan tíma, það er svona sirka árlega þörfin.

Nú ætlum við úrræðinu í heild að taka um 400 íbúðir á ári og hins vegar höldum við að byggja þurfi um 3.000 íbúðir á ári sem er þá aðeins meira en þessi 10% sem við erum að hugsa um að mæta á landsbyggðinni. Út frá sömu rökum myndi maður kannski að halda að málið væri allt vont. Vegna þess að ef við erum með meira en 10% á höfuðborgarsvæðinu, er það þá ekki líka til þess fallið að raska markaðnum þar? Ættu þá ekki að vera nákvæmlega sömu áhyggjur? Ég vil einmitt nefna það sérstaklega vegna þess að þær spurningar komu upp í vinnu nefndarinnar og Seðlabankinn var einmitt í heimsókn til nefndarinnar spurður sérstaklega út í það, gestir voru spurðir hvort menn teldu að hætta væri á því að þetta myndi raska íbúðamarkaðnum verulega og þingmaðurinn leiðréttir mig ef ég man svona hryllilega illa. En ég man ekki betur en að það hafi bæði komið fram í umsögnum og svörum á nefndarfundum að það myndi ekki gera það, þ.e. að þessi fjöldi myndi ekki raska svo íbúðamarkaðnum vegna þess að hann væri ætlaður fyrir tiltölulega afmarkaðan hóp.