150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[17:59]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég kom inn á áðan er alveg skýrt að úrræðið ræðst af fjárlögum. Stjórnvöld ákveða í gegnum fjárlög hversu lengi það virkar. Þannig að við getum ekki tekið ákvörðun um það í dag hvort einhver gildistími er á málinu. En útreikningarnir í umfjölluninni hér miðast allir við tíu ár.

Enn og aftur, sama svar og áðan: Fasteignamarkaðurinn breytist hratt. Við eigum eftir að fá frekari greiningar. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer af stað. Í þessu fyrirkomulagi felast mikil réttindi sem mögulegt er að breyta með reglugerð. Og því fyrr sem við getum gert lagabálkinn utan um þetta skýrari og vandaðri, þeim mun betra. Og þess vegna er eðlilegt að flýta endurskoðuninni, sem er ekki hættulegt ákvæði.