150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[18:07]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hvet hv. þingmann til að hlusta á ræðu sína aftur út frá orðum mínum. Hún sagði að áran í kringum orð mín um þessa breytingartillögu væri ára þess sem ekki hefði upplifað fátækt. Ég vil bara að hún hlusti á eigin orð og lesi það sem þar stendur. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að fá ráðgjafa á Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og óska eftir því og þá skal stofnunin framlengja lánið. Það er alveg skýrt samkvæmt þessu (HVH: Það stendur ekki …) og það er algjörlega skýrt að ef viðkomandi óskar eftir því og fær ráðgjöf um það hvað það þýðir þá fær viðkomandi lánið og það þarf ekki að skapa neina óvissu. Það er algjörlega þannig.