Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[20:10]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Höllu Signýju Kristjánsdóttur fyrir spurninguna. Hún segir að það verði heimild til að framlengja lánið. Ef við hefðum hugsað þetta raunhæft hefði kannski eftir helminginn af lánstímanum, 12 og hálft ár, farið fram bara ein endurskoðun. Þá hefði lánþegi getað fengið að halda áfram. Bara eitthvað svona einfalt. En þarna erum við að tala um endurmat eftir 10, 15, 20, 25 ár. Fólk þarf að ganga í gegnum þetta fjórum sinnum. Við vitum að það er streituvaldandi. Það getur valdið fólki töluverðum erfiðleikum að fara í gegnum svona ferli. Þetta flækir kerfið alveg ótrúlega mikið. Það væri miklu einfaldara að segja hreinlega: Lánið er til 25 ára, en það setjast allir niður og skoða stöðuna eftir kannski 12 og hálft ár.