150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[21:33]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um mikilvægt mál sem mun bæta stöðu tekjulágra fyrstu kaupenda og annarra sem ekki hafa átt fasteignir í ein fimm ár og hjálpar þar með fólki sem lenti illa í hruninu. Þær breytingar sem gerðar eru á frumvarpinu eru allar til bóta. Ég vil sérstaklega fagna 20% hlut sem er skilgreindur sem framlag til húsnæðiskaupa á landsbyggðinni. Það er mikilvægt hins vegar að það komi fram að hér er ekki á ferðinni eina úrræðið í húsnæðismálum, fjarri því, en hér er stigið mikilvægt skref til að auka húsnæðisöryggi og því ber að fagna.