150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[21:34]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Píratar greiða atkvæði með langflestum breytingartillögum meiri hlutans og sömuleiðis málinu svo breyttu. Einhver okkar styðja þó ekki þau ákvæði sem eyrnamerkja 20% umsókna í uppgerð íbúða á landsbyggðinni. Þetta mál hefði haft gott af enn þá ítarlegri yfirferð, og búumst við fastlega við því að laga þurfi löggjöfina bráðlega. Við áréttum nauðsyn þess að byrja strax að fylgjast með raunverulegum áhrifum laganna þegar þau taka gildi þar sem áhrif þeirra eru enn óljós af ástæðum sem voru útskýrðar í umræðum fyrr í dag.