150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[21:37]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Samfylkingin greiðir atkvæði með þessu máli sem er löngu tímabært. Það er löngu tímabært að við leitum allra leiða við að greiða leið þeirra tekjuminni að því að eignast húsnæði. Ég verð þó að taka undir með þeim sem lýst hafa áhyggjum sínum yfir vinnubrögðunum í þessu máli og þeirri fagmennsku sem býr að baki frumvarpssmíðinni og breytingartillögum meiri hluta, sem sumar hverjar eru vissulega til bóta. En þó eru aðrar sem eru þannig úr garði gerðar að það skortir greiningu og vönduð vinnubrögð að baki þeim. Þannig að við munum greiða atkvæði með málinu en ekki styðja allar breytingartillögur meiri hluta.