150. löggjafarþing — 135. fundur,  2. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[22:20]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við hv. þingmaður erum bara alveg sammála í þessu máli. Við þurfum að vinna að því að finna lausn. Við komum aftur saman 1. október og vonandi verða félagsmálaráðuneytið og þeir aðilar sem þurfa að koma að þessu máli búin að finna þá formúlu sem þarf til að þessir foreldrar geti notið sömu bóta og aðrir sem settir eru í sóttkví, þótt hagir þeirra séu með öðrum hætti en hinna sem eru skipaðir í sóttkví af sóttvarnayfirvöldum í samræmi við sóttvarnalög.

Ég tel að halda eigi áfram að horfa til þess hvað hægt er að gera. Ég tel það mjög mikilvægt vegna þess að þessir einstaklingar þurfa á því að halda að hafa foreldra sína hjá sér við þessar aðstæður. Það er mikið rask hjá þessum viðkvæma hópi (Forseti hringir.) að geta ekki farið í úrræði sitt. Þarna bíður okkar verkefni sem við þurfum að leysa.