150. löggjafarþing — 135. fundur,  2. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[22:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður las upp tillögu sem ég hef ekki séð frá henni. Fljótt á litið myndi ég halda að það gætu verið fleiri tilfelli sem ekki féllu akkúrat undir þá skilgreiningu sem hv. þingmaður nefndi, þar sem aðstandendur langveikra barna eiga í hlut eða einstaklingar sem koma úr viðkvæmum hópum. Þess vegna held ég að það þurfi að greina þetta betur til að ná örugglega utan um alla þá sem um ræðir.

Mér finnst virðingarvert að leggja fram þessar hugmyndir og þær verða örugglega teknar til endurskoðunar við heildarendurskoðun á þessum málum. Ég treysti því að sú vinna fari fram (Forseti hringir.) næstu vikurnar og að möguleiki verði á afturvirkni. Tillagan væri þá gott innlegg í þá vinnu.