150. löggjafarþing — 136. fundur,  3. sept. 2020.

biðlistar í heilbrigðiskerfinu.

[10:42]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég er alveg sammála því að við eigum að sjá til þess að fátækt fólk þurfi ekki að bíða. En þeir sem hafa efni á því geta gengið fram fyrir og reddað sínum börnum. Við eigum að sjá til þess í eitt skipti fyrir öll og við eigum að sameinast um það: Látum börn ekki vera á biðlista. Þetta er ekkert flókið. Það er hreinlega mannréttindabrot og jafnvel brot á stjórnarskrá að láta börn bíða eftir lífsnauðsynlegri þjónustu vegna þess að þetta er dauðans alvara. Þetta er það. Við vitum og þekkjum af reynslunni hvaða afleiðingar það hefur ef við grípum ekki inn í nógu snemma.