150. löggjafarþing — 136. fundur,  3. sept. 2020.

biðlistar í heilbrigðiskerfinu.

[10:43]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Af því að hv. þingmaður spurði sérstaklega um sundurgreindar tölur að því er varðar biðlista á BUGL þá vil ég benda þingmanninum á að þetta er kjörið efni í skriflega fyrirspurn því ég er ekki með hér á hraðbergi tímalengdir og fjölda á biðlistum á einstaka deildum. Hins vegar er það svo að biðlisti eftir göngudeildarþjónustu á BUGL hefur ekki lengst í Covid, það er ég með staðfest núna frá Landspítala. Það er hins vegar rétt að biðlistar eftir liðskiptaaðgerðum og ýmsum slíkum aðgerðum hafa lengst á þessum sama tíma.

Ég er sammála hv. þingmanni. Við höfum ítrekað rætt það hér í ræðustól Alþingis. Ég lít á okkur sem samherja í baráttunni gegn fátækt og við skulum halda því áfram.