150. löggjafarþing — 136. fundur,  3. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[15:53]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Forseti. Nú er ég komin á þann stað sem ég ræddi um hér fyrir nokkrum mínútum. Ég vona að allir hafi nú lesið minnihlutaálitið sem 1. minni hluti lagði fram, þ.e. að það sé ekki bundið við að einingafjöldinn sé færður úr tíu í tólf einingar heldur sé farið upp að því einingafjöldamarki sem miðar við að fólk geti tekið námslán, sem eru 22 ECTS-einingar. Ég vona að hv. þingmenn í þessum sal endurskoði ákvörðun sína af því að þeir höfðu til þess tvær til þrjár mínútur.