150. löggjafarþing — 136. fundur,  3. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[16:11]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Forseti. Orð dagsins hlýtur að vera fyrirsjáanleiki. Allar tillögur okkar í minni hluta ganga út á að geta séð hlutina aðeins fyrir. Það þýðir að við viljum helst lengja í þeim úrræðum sem standa til boða í stað þess að plástra mánuð fyrir mánuð þannig að fólk viti ekki með nokkru móti í hvorn fótinn það á að stíga. Þessi breytingartillaga fjallar um það, þ.e. að auka fyrirsjáanleika.