150. löggjafarþing — 136. fundur,  3. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[16:14]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Mig langar að koma upp hér í lokin og segja hversu mikið það hryggir mig að ekki einn einasti stjórnarliði skuli þora að greiða atkvæði með framtíðinni. Það þýðir ekki að reka ríkissjóð, fyrirtæki eða heimili frá degi til dags. Það þarf að veita öllu fólki og fyrirtækjum einhvern fyrirsjáanleika, einhverja pínulitla öryggistilfinningu. Við erum að framlengja úrræði hér til svo skamms tíma að það er eins og ríkisstjórnin hafi enga trú á því að við munum koma okkur upp úr þessum vanda á næstunni. Þau skilaboð eru svo slæm. Ríkisstjórnin og stjórnarliðar halda að það muni knésetja okkur að hjálpa fólki yfir hjallann. Ef fólk þarf ekki á þessu úrræði að halda (Forseti hringir.) þá er það vegna þess að það er komið aftur í vinnu. Við skulum vona að störfum fjölgi fyrr en seinna. Mér þykir þetta ótrúlega (Forseti hringir.) aumt og vond skilaboð út í samfélagið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)