150. löggjafarþing — 138. fundur,  3. sept. 2020.

afbrigði.

[21:05]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég greiði atkvæði gegn því að veita þessi afbrigði í mótmælaskyni við vinnubrögð forseta hér fyrr í dag. Ég hef ekki fengið skýringar frá forseta, ég hef ekki fengið að heyra frá formönnum flokka eða þingflokksformönnum flokka í meiri hluta hvers vegna nauðsynlegt sé að heimila lífeyrissjóðum landsmanna að taka frekari áhættu með sjóði almennings. Það hefði mér þótt gott skilyrði fyrir því að setja þetta mál á dagskrá í þessum þingstubbi. Það að reyna að lauma því inn á dagskrá í skjóli þess að við fáum ekki dagskrá í hendur í því fyrirkomulagi sem er við lýði núna finnst mér svívirða og ég segi nei, herra forseti.