150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[14:15]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég hélt hér ræðu undir sama dagskrárlið eftir 2. umr. Ég talaði um að þótt verið sé að stíga stutt skref séu þau mikilvæg. Þar af leiðandi greiðum við Píratar atkvæði með frumvarpinu. En í frumvarpið skortir framtíðarsýn, heildræna sýn á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Covid-málum. Mér finnst einhver vanskilningur á ástandinu í samfélaginu og vangeta til að horfa til rannsókna sem gerðar hafa verið annars staðar í heiminum sem eru ekki í samræmi við þær hugmyndafræðilegu kreddur sem eru til staðar hjá ríkisstjórninni varðandi hagkerfið og hvernig það virkar. Mér finnst það synd af því að við erum að missa af gríðarlega mikilvægu tækifæri til þess að taka utan um alla Íslendinga á þann hátt að fólk falli ekki á milli skips og bryggju. Þar falla gríðarlega margir á milli. Það kostar okkur og ekki bara núna efnahagslega, þ.e. vinnur líka gegn því að auka hagvöxt (Forseti hringir.) og koma efnahagskerfinu í gang aftur, heldur er þetta líka framtíðarreikningur, það að fólk skuli vera í fátækt, eiga erfitt. Streita og óvissa er reikningur inn í framtíðina (Forseti hringir.) og við erum að missa af því tækifæri að halda utan um þetta fólk, passa upp á fólkið okkar (Forseti hringir.) svo að okkur gangi sameiginlega vel í framtíðinni.