150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[14:17]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í gegnum allar þessar hremmingar hafa sjálfsagt fá orð verið notuð jafn oft í þessum þingsal og óvissa og fyrirsjáanleiki. Stjórnarliðar hafa notað þau til að lýsa mikilvægi þess að veita fyrirtækjum fyrirsjáanleika, sem er nauðsynlegt. En óvissuorðið hafa þeir notað þegar kemur að áhyggjum af pyngju ríkissjóðs og hvernig faraldurinn þróast. Það sem við þurfum hins vegar að gera er að tryggja heimilum líka fyrirsjáanleika og eyða óvissu heimila. Við getum seinna átt prinsippumræðu um á hvaða stigi hlutir geta unnið hver gegn öðrum þegar kemur að krónum greiddum út til atvinnuleysisbóta. En í augnablikinu (Forseti hringir.) verðum við að tryggja fólki sem nú þarf að lifa á lægstu laununum, lægstu bótunum, einhvern fyrirsjáanleika. Og það er ömurlegt, herra forseti, (Forseti hringir.) að ekki eigi að samþykkja tillögu um hækkun grunnatvinnuleysisbóta næstu tólf mánuði.