150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[14:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, við töluðum um að bæta inn í nefndarálitið atriðum sem lúta að samkeppnissjónarmiðum og það var gert. Líkt og kom fram í máli mínu telur meiri hlutinn mikilvægt að mæta samkeppnissjónarmiðum og telur að með þeim breytingum sem verið er að gera á skilmálunum sé einmitt verið að gera það.

Ég verð hreinlega að biðja hv. þingmann um að endurtaka hinar spurningarnar því að ég greip bara fyrst þennan punkt um samkeppnissjónarmiðið og fór að leita að því hvar í nefndarálitinu þær væru skrifaðar. En þessu var sem sagt (Forseti hringir.) bætt við nefndarálitið líkt og hafði verið rætt um að gera á fundi nefndarinnar.