150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta byggir á skilmálum. Undirritaður skilmáli er prentaður með nefndarálitinu sem var breytt eftir aðkomu fjárlaganefndar sem setur skilyrðin fyrir þessari ríkisábyrgð ef til hennar kemur. Það eru enginn gagnkvæmur skilningur sem þar liggur að baki heldur eru það skilmálar sem báðir aðilar, ríkið sem mögulegur lánveitandi og félagið sem mögulegur lántaki, hafa komið sér saman um, þ.e. reglurnar sem gilda ef til þess kemur að ríkisábyrgðin verður veitt. Það er mjög mikilvægt að það fylgi hér með nefndarálitinu til þess einmitt að allir geti kynnt sér þær miklu kröfur sem eru gerðar ef nýta á ríkisábyrgðina.