150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[16:59]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið en heimildin er galopin hvað það varðar að Icelandair Group, heila samsteypan, getur nýtt sér ríkisábyrgðina án þess að við höfum neitt um það að segja. Það er bara þannig. Ég lít þannig á það. Nefndarálit fjárlaganefndar tryggir í engu að svo verði ekki gert, ekki að neinu leyti. Það er ekki nóg að vera með góðan vilja. Það er ekki nóg að segja, eins og einhvern tímann kom fram hjá ágætum gestum á fundi fjárlaganefndar, að við ættum að geta sagt okkur hitt og þetta sjálft og þetta ætti bara að liggja í augum uppi. Það liggur í augum uppi að það stendur einfaldlega að tryggja eigi flugsamgöngur til og frá landinu. Það kemur hvergi fram af hverju. Ég hefði viljað sjá „fyrir Icelandair“. Það er það sem ég er að tala um að sé opið og það er það.