150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[20:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er um að ræða tillögu um stuðning við mikilvægt fyrirtæki en hér er líka verið að tala um mikla peninga og það eru peningar almennings. Við hefðum viljað skoða fleiri leiðir en þar sem þessi er einungis í boði hefðum við líka viljað sjá fleiri skilyrði, ríkari veð, ákvæði gegn bónusum og ofurlaunum, að farið verði að íslenskum vinnurétti og að mörkuð verði loftslagsstefna fyrirtækisins. Ríkisstjórnin er búin að vera að véla með þetta mál í allt sumar án þess að við höfum haft aðkomu að því en síðan er því skellt í fangið á þinginu á síðustu dögum þess. Ég tel því eðlilegast að ríkisstjórnin sjálf beri ábyrgð á þessu máli og mun ekki styðja það en sit hjá.