150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[20:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hvort tveggja getur verið rétt, að hlutafjárútboðið sé góð og örugg fjárfesting og að það sé slæm hugmynd fyrir ríkissjóð að skipta sér af. Réttara sagt ætti það að vera þannig. Ef áætlanir eru góðar og hlutafjárútboðið er góð fjárfesting ætti ríkið að halda sig frá málinu. Núna er ekki tíminn fyrir ríkissjóð til þess að skipta sér af þessu. Það verður það kannski ef hlutafjárútboðið tekst ekki, en ekki fyrr en þá. Ef allar áætlanir ganga upp þá er það tvímælalaust ekki ríkisins að rugla í því.