150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[20:07]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þegar við göngum til atkvæðagreiðslu um þetta mál hér á eftir er mikilvægt að við séum með markmiðin skýr í huga okkar. Markmiðin hafa verið mjög skýr í huga stjórnvalda; að hér á landi sé öflugt flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, sem starfi á íslenskum vinnumarkaði og sem geti orðið öflugur aðili í viðspyrnunni þegar samgöngur til og frá landinu komast í eðlilegt horf. Sömuleiðis að velja þá leið sem lágmarkar áhættu ríkissjóðs og hámarkar samfélagslegan ávinning. Ég tel að þetta mál þjóni þeim markmiðum. Ég tel sömuleiðis að Alþingi og fjárlaganefnd hafi unnið mjög gott starf við meðferð málsins hér í þinginu. Ég mun styðja þetta mál því að ég tel það í þágu almannahagsmuna.