150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[20:24]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fram kemur í 1. gr. frumvarpsins að við séum að veita ábyrgð til kerfislega mikilvægs félags sem heitir Icelandair Group. Það er þar sem það stendur allt þversum í Flokki fólksins. Icelandair Group samanstendur af mörgum kennitölum með alls konar rekstur og við getum ekki stutt það að veita slíka ábyrgð til Icelandair Group. Mér þætti vænt um að vita: Hvernig í ósköpunum stendur á því að þarna stóð ekki Icelandair? Er það ekki það sem er kerfislega mikilvægt? Er það ekki það sem á að koma okkur til og frá landinu? Hvað höfum við að gera með einhverjar háfjallajeppaferðir, hótelbókanir eða hótelrekstur og alls konar rekstur sem er undir Icelandair Group? Það kemur ekki til greina að maður geti tengt saman þetta tvennt, annars vegar Icelandair Group, með öllum sínum dótturfélögum, og hins vegar Icelandair. Flokkur fólksins mun engan veginn greiða þessu atkvæði heldur er þetta alfarið á ábyrgð hagsmunagæsluaðilanna sem hingað til.