151. löggjafarþing — 1. fundur,  1. okt. 2020.

mannabreytingar í nefndum.

[15:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseta hafa borist bréf, dagsett 24. september sl., frá formanni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – grænu framboði um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir afsalar sér sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd en tekur sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd og atvinnuveganefnd í stað Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Steinunn Þóra Árnadóttir tekur sæti sem varamaður í utanríkismálanefnd í stað Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur.

Ólafur Þór Gunnarsson tekur sæti sem varamaður í umhverfis- og samgöngunefnd í stað Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Steinunn Þóra Árnadóttir tekur sæti sem varamaður í velferðarnefnd í stað Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Þá mun Ólafur Þór Gunnarsson taka sæti sem aðalmaður í Íslandsdeild Evrópuráðsins í stað Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem varamaður í þeirri nefnd þegar til þeirra breytinga kemur.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Forseta hefur borist bréf, dagsett í dag, frá formanni þingflokks Pírata um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Helgi Hrafn Gunnarsson mun taka sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem aðalmaður í atvinnuveganefnd.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun taka sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Helga Hrafns Gunnarssonar og Jón Þór Ólafsson verður varamaður í þeirri nefnd.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður varamaður í velferðarnefnd í stað Helga Hrafns Gunnarssonar.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Þá tilkynnti þingflokksformaður Pírata jafnframt að Smári McCarthy afsalar sér sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd og er því laust sæti í þeirri nefnd.

Í 5. málslið 1. mgr. 14 gr. þingskapa segir að hver alþingismaður eigi rétt á sæti í a.m.k. einni þingnefnd samkvæmt 13. gr.

Forseti leggur því til að hv. þm. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sitji áfram sem aðalmaður í utanríkismálanefnd en tildrög þessara breytinga eru úrsögn hennar úr þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Skoðast þetta samþykkt ef ekki er hreyft andmælum.