Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:29]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er eiginlega stórfurðulegt. Það stendur í fjárlagafrumvarpinu að launaskrið á næsta ári verði 5%. Var það einhver ritdeila? Og hvernig getur það þá samrýmst þessu? Verið er að tala um að þegar allar skattalækkanir séu komnar fram muni það skila 10.000 kalli á mánuði, þegar allt er komið fram. Í síðustu skattalækkun var persónuafslátturinn líka lækkaður. Stendur það til núna? Eða stendur til að hækka hann samkvæmt vísitölu? Og hvað með persónuafsláttinn? Hvernig fylgir hann þessu? Það er vaninn í þessu kerfi að ákveðin upphæð er gefin með vinstri hendinni en stór hluti síðan dreginn frá henni með skerðingum með þeirri hægri. Mér er spurn. Þetta var gert í síðustu skattalækkunum með persónuafsláttinn: Stendur það líka til núna?