151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:34]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Tíminn er knappur og hæstv. ráðherra kom ekki inn á spurningu mína varðandi atvinnuleysi, þessa dökku mynd og áhrifin á afkomu ríkissjóðs. Hann gæti kannski komið inn á það í síðara andsvari.

Árið 2025 er stefnt að hallalausum frumjöfnuði en ekki heildarjöfnuði. Ríkissjóður verður sem sagt rekinn með halla og munurinn á frumjöfnuði og heildarjöfnuði getur verið töluvert mikill, vaxtakostnaður hár, við verðum að taka há lán o.s.frv. Ég vildi spyrja hæstv. ráðherra: Hvað áhrif má ætla að þetta hafi á afkomuna og er ástæða til að grípa inn í?

Hæstv. ráðherra gæti einnig komið að öðru atriði sem ég vildi koma hér að. Það eru afskriftir skattkrafna, þ.e. 17,8 milljarðar kr. og aukning um 741 millj. kr. frá fyrri fjárlögum. Hvers vegna gengur svona illa, hæstv. ráðherra, að ná(Forseti hringir.) þessari gríðarlegu upphæð niður? Hvers vegna er svona mikið afskrifað af lögmætum skattkröfum?