151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:42]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir framsöguna. Mig langar aðeins að ræða um fjárfestingar í verkefnum og framkvæmdum. Nú myndi ég ætla að það væri brýnast að koma sem mestu fyrir á sem skemmstum tíma. Hæstv. ráðherra hefur minnst hér á að það geti verið erfitt en áhyggjurnar geta snúið að því að margar opinberar framkvæmdir muni ekki ná flugi fyrr en eftir þann tíma sem við erum að vonast til þess að við séum á leið upp úr kreppunni. Þá er spurningin: Hvað er það nákvæmlega sem menn ætla að gera á næstu tólf mánuðum? Er sá listi tilbúinn? Það er eiginlega of seint að opinberar framkvæmdir fari af stað eftir níu mánuði, eftir tólf mánuði. (Forseti hringir.) Hafa menn sannfæringu fyrir því að menn séu með næg verkefni í fyrstu atrennu?